Sævar Pétursson

Sævar Pétursson

Tannlæknir, MSc (munn- og kjálkaskurðlæknir)

Sævar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1980, stundaði tannlæknanám við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1987. Hann starfaði sem almennur tannlæknir á árunum 1987-1990 og hélt þá utan til Bretlands í framhaldsnám í Munn- og kjálkaskurðlækningum við University of Glasgow,1990 til 1992 og við Eastman Dental Institute í Lundúnum og Queen Victoria Hospital í East Grinstead frá 1992 til 1995, MSc. í Munn- og kjálkaskurðlækningum frá University of London, 1994. Tannlækningaleyfi á Íslandi, 1987 og í Bretlandi, 1990
Sævar er með sérfræðileyfi í Munn- og kjálkaskurðlækningum.

Hann starfar nú við sérgrein sína á stofu sinni að Hlíðasmára 17 Kópavogi. Sævar er lektor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands auk þess að vera í hlutastarfi sérfræðings í Munn- og kjálkaskurðlækningum við Landspítala Háskólasjúkrahús frá 1990.

Sævar er virkur í rannsóknum og hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða hér á landi og í útlöndum. Hann er einnig virkur félagsmaður í Tannlæknafélagi Íslands og í alþjóðlegum fagfélögum í tannlækningum.

saevar@tannlaekningar.is

Olga

Olga

Tanntæknir

Olga útskrifaðist sem tanntæknir vorið 2015. Hún hóf störf á stofunni strax eftir útskrift.

Olga hefur yfirumsjón með daglegu skipulagi stofunnar og heldur utan um umsóknarmál.

olga@tannlaekningar.is

Ásta Jakobína Ágústsdóttir

Ásta Jakobína Ágústsdóttir

Sjúkraliði

Ásta Bína útskrifaðist sem sjúkraliði 1975. Hún hefur sinnt margvíslegum störfum með fólki t.d. á sjúkrahúsi Vestmannaeyja og dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, Landakotsspítala og Sólvangi í Hafnarfirði. Hún hefur starfað á tannlæknastofunni frá 2004. Hún hefur verið dugleg við endurmenntun.

astabina@tannlaekningar.is

Helga Haraldsdóttir

Helga Haraldsdóttir

Sjúkraliði og dáleiðslutæknir

Helga Haraldsdóttir sjúkraliði og dáleiðslutæknir Dip.CH., Dep.Cert.(Hyp).

Helga útskrifaðist sem sjúkraliði árið 1970 og hefur starfað t.d. á Bráðamóttöku Landspítalans og á Sjúkrahúsinu Vogi.

Hún hóf störf á tannlæknastofunni árið 1995 og hefur auk þess sótt fjölmörg námskeið og sérhæft sig í meðferð við kvíða og streitu sjúklinga á tannlæknastofunni.

helgah@tannlaekningar.is

Hlín Pálsdóttir

Hlín Pálsdóttir

Tanntæknir

Hlín útskrifaðist sem tanntæknir vorið 2015. Hún hóf störf á stofunni sumarið 2018. Eftir útskrift starfaði hún m.a. við tannréttingar. Hlín gengur í flest öll störf innan stofunnar.

hlin@tannlaekningar.is

Íris Rut

Íris Rut

Skrifstofa

Íris Rut hóf störf á stofunni sumarið 2018.

iris@tannlaekningar.is