
Sævar Pétursson
Tannlæknir, MSc (munn- og kjálkaskurðlæknir)
Sævar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1980, stundaði tannlæknanám við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1987. Hann starfaði sem almennur tannlæknir á árunum 1987-1990 og hélt þá utan til Bretlands í framhaldsnám í Munn- og kjálkaskurðlækningum við University of Glasgow,1990 til 1992 og við Eastman Dental Institute í Lundúnum og Queen Victoria Hospital í East Grinstead frá 1992 til 1995, MSc. í Munn- og kjálkaskurðlækningum frá University of London, 1994. Tannlækningaleyfi á Íslandi, 1987 og í Bretlandi, 1990
Sævar er með sérfræðileyfi í Munn- og kjálkaskurðlækningum.
Hann starfar nú við sérgrein sína á stofu sinni að Hlíðasmára 17 Kópavogi. Sævar er lektor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands auk þess að vera í hlutastarfi sérfræðings í Munn- og kjálkaskurðlækningum við Landspítala Háskólasjúkrahús frá 1990.
Sævar er virkur í rannsóknum og hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða hér á landi og í útlöndum. Hann er einnig virkur félagsmaður í Tannlæknafélagi Íslands og í alþjóðlegum fagfélögum í tannlækningum.

Olga
Tanntæknir
Olga útskrifaðist sem tanntæknir vorið 2015. Hún hóf störf á stofunni strax eftir útskrift.
Olga hefur yfirumsjón með daglegu skipulagi stofunnar og heldur utan um umsóknarmál.
olga@tannlaekningar.is

Ásta Jakobína Ágústsdóttir
Sjúkraliði
Ásta Bína útskrifaðist sem sjúkraliði 1975. Hún hefur sinnt margvíslegum störfum með fólki t.d. á sjúkrahúsi Vestmannaeyja og dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, Landakotsspítala og Sólvangi í Hafnarfirði. Hún hefur starfað á tannlæknastofunni frá 2004. Hún hefur verið dugleg við endurmenntun.

Helga Haraldsdóttir
Sjúkraliði og dáleiðslutæknir
Helga Haraldsdóttir sjúkraliði og dáleiðslutæknir Dip.CH., Dep.Cert.(Hyp).
Helga útskrifaðist sem sjúkraliði árið 1970 og hefur starfað t.d. á Bráðamóttöku Landspítalans og á Sjúkrahúsinu Vogi.
Hún hóf störf á tannlæknastofunni árið 1995 og hefur auk þess sótt fjölmörg námskeið og sérhæft sig í meðferð við kvíða og streitu sjúklinga á tannlæknastofunni.
helgah@tannlaekningar.is

Hlín Pálsdóttir
Tanntæknir
Hlín útskrifaðist sem tanntæknir vorið 2015. Hún hóf störf á stofunni sumarið 2018. Eftir útskrift starfaði hún m.a. við tannréttingar. Hlín gengur í flest öll störf innan stofunnar.
hlin@tannlaekningar.is

Íris Rut
Skrifstofa
Íris Rut hóf störf á stofunni sumarið 2018.
iris@tannlaekningar.is