Æskilegt fæði eftir skurðaðgerð í munni

 

Fljótlega eftir aðgerð er gott fá sér næringu í fljótandi formi. Það er mjög mikilvægt að drekka nóg af vökva fyrsta sólahringinn. Mikilvægt er að forðast alla fæðu sem þarf að tyggja að einhverju leyti fyrstu 2 klst eftir aðgerð á meðan deyfingin er enn í virkni.

Hugmyndir að fæðu í fljótandi formi:

  • Jógúrt
  • Skyr
  • Búðingur – t.d próteinbúðingur, súkkulaði-/karamellubúðingur
  • Rjómaís (með skeið, alls ekki röri)
  • Súpur (kæla örlítið niður og reyna að hafa hana eins tæra og hægt er)
  • Ávaxtadrykkir (án aldinkjöts) – t.d Innocent og Froosh

 

Að tveimur dögum liðnum frá aðgerð má færa sig yfir í mjúka fæðu og halda sig við hana þar til saumarnir eyðast sem tekur vanalega 7-10 daga.

Mikilvægt er að taka mun minni matarbita en vant er svo hægt sé að stjórna „flæði fæðunar“ betur í munni og matur fari síður í sárin.

Hugmyndir að mjúku fæði til viðbótar við fljótandi fæði:

  • Brauð með smjöri, kæfu, smurosti – án skorpu og korna
  • Fiskur, kjúklingur, kartöflur – með sósu til að mýkja
  • Súpur
  • Stappaður banani
  • Gufusoðið stappað grænmeti
  • Grjónagrautur og hafragrautur – mauksoðnir
  • Soðin og steikt egg

…..og önnur sambærileg fæða.