Föst tanngervi

Föst tanngervi er góð lausn fyrir tannlausa sem vilja ekki vera með lausa góma.
Meðferðin felst í að græða tannplantann í tannlausan góm, hvort sem er efri, neðri eða báða góma, á þessa tannplanta er svo smíðuð heilbrú, sem skrúfuð er á tannplantana, skrúfgötunum er svo lokað með plastefni, en það er hægt að losa það úr með lítilli fyrirhöfn ef brúin þarfnast viðhalds eða aukinnar hreinsunar.

Mikilvægt er fyrir fólk með föst tanngervi að mæta reglulega í hreinsun og eftirlit til tannfræðings og tannlæknis.