Leiðbeiningar eftir tannúrtöku og skurðaðgerðir í munni.
Almennar upplýsingar
- Forðist að neyta vökva með röri
- Forðist heita drykki
- Forðist þrýsting og sog
- Forðist að lyfta þungu og halla höfði fram
- Sleppa líkamsrækt og hlaupum í c.a 5 daga
- Fljótandi fæði fyrstu tvo dagana og mjúkt fæði þar til saumarnir eyðast.
- Forðist kornótta fæðu, td jarðaber, chia fræ, kiwi osfrv.
Sárið
Saumarnir eyðast á 7-10 dögum og því er engin saumataka.
Til að sárið grói sem best er mikilvægt að:
- Forðast að sleikja eða sjúga sárið
- Forðast að snerta sárið með fingrum eða verkfærum
- Forðast tóbak og áfengi fyrstu vikuna
Verkir
Mikilvægt er að taka verkjalyf fljótlega eftir aðgerð.
Gott er að taka 2x Parkodin/Parkodin Forte fljótlega eftir aðgerð og svo á 4 klst fresti út aðgerðardaginn.
Aldrei má taka sterk verkjalyf á tóman maga og einnig er mikilvægt að drekka nóg af vökva á meðan á inntöku á Parkodin stendur.
Ekki er mælt með að taka inn bólgueyðandi lyf eins og íbufen fyrsta sólahringinn eftir aðgerð.
Kæling
Gott er að kæla vel aðgerðasvæðið utanfrá eftir tannúrtöku og skurðaðgerðir í munni. Kælingin meðal annars:
- Dregur úr verkjum
- Dregur úr bólgu
- Flýtir fyrir að blóðið storkni
Munnhirða eftir tannúrtöku og skurðaðgerð í munni
Burstið tennur en snertið ekki sjálft sárið með tannburstanum. Burstið í átt frá sári.
Eftir tannburstun skal skola munninn með Paroex 0,12% bakteríudrepandi munnskoli 2x á dag í viku – 1 mín í senn.
Sýklalyf : Ef sýklalyfjum hefur verið ávísað er allltaf nauðsynlegt að klára allar töflurnar svo góður árangur náist. Gott er að neyta LGG+ eða ABmjólk til að verja eðlilega flóru meltingarvegarins.
Oftast er sáragræðslan eðlileg og eftirköst fá, sé þessum reglum fylgt.
Góð munnhirða er nauðsynleg eðlilegri græðslu sára.
Gangi ykkur vel!
Kveðja, starfsfólk.