Endajaxlar
Endajaxlar geta verið þess legir að þá þurfi að fjarlægja.
Á stofuna koma margir í endajaxlatökur og við kappkostum auðvitað að veita þeim eins góða þjónustu og mögulegt er, líkt og öllum öðrum sem á stofuna koma.
Hér fyrir neðan er hlekkur á upplýsingar um hvenær þörf er á að fjarlægja endajaxla og afhverju.
Endajaxlataka af hverju?
Segja má að endajaxlar eða vísdómstennur séu leyfar í þróun mannsins, því miður er það þannig að fjöldi fólks hefur mikil vandamál af þessum tönnum.
Oft er það þannig að ekki er nægilegt pláss í kjálkabeininu til að endajaxlar geti komist upp eðlilega og reyna þeir þá að komast þar sem þeir geta.
Vanalega verða þeir fastir niðri í beininu að hálfu eða öllu leyti. Ef svo er er ráðlagt að láta fjarlægja þá sem allra fyrst. Reynslan sýnir að best sé að gera þetta á aldrinum átján til tuttugu ára. Eftir því sem beðið er lengur verður græðsla verri og lengri.
Ef svona tennur eru látnar óáreittar er getur skapast lífshættuleg sýking sem leitt getur til heila og augna, auk þess sem öndunarvegur getur stíflast þó það sé afar sjaldgæft.
MIKILVÆGT ER AÐ EF ÓÞÆGINDI ERU FRÁ ENDAJÖXLUM AÐ LÁTA TANNLÆKNI SKOÐA ÞIG.
Það er algeng aðgerð á tannlæknastofum að fjarlægja endajaxla þó svo að það sé vanalega betra að láta skurðlækni fjarlægja þá sem eru erfiðir.
Kveðja, starfsfólk.