Tannplantar eru lausn sem breytt hefur miklu síðastliðin ár. Um er að ræða titan skrúfur sem settar eru í bein og látnar gróa fastar í beininu. Skrúfan gegnir þannig hlutverki sem rótarhluti tannarinnar gengdi áður. Þegar tannplantinn hefur gróið fastur í beinið er óhætt að setja krónu á tannplantann. Auk þess að gera hefðbundnar tannplantakrónur í tannlaus bil eru tannplantar mikið notaðir við festingu gervitanna og segja má að enginn ætti að vera með lausar gervitennur lengur.
Tannplantinn er besti valkosturinn til að byggja upp tapaða vefi, tennur og líkjast mest upprunalegum tönnum.
Tannplantar bæta almenn lífsgæði þín
Með því að:
- Bjóða þér lausn sem bætir tap horfinna tanna
- Draga úr rýrnun kjálkabeins
- Ekki er þörf á að slípa niður heilbrigðar tennur til að koma brú fyrir
- Hjálpa til við að halda öðrum tönnum í sínum skorðum
- Gera þér kleift að tyggja á eðlilegan hátt
- Gera þér unnt að njóta eftirlætis matar þíns á ný og bæta matarvenjur
- Gera þér unnt að tala með eðlilegum hætti og vera þú sjálf(ur)
- Hjálpa þér til að líta betur út og njóta lífsins til fulls
Algengasta tannplantakerfið í heiminum með yfir 4 milljónir ígræddra tannplanta
Er hægt að græða í mann hamingju?
Stundum getur lítill hlutur úr títani orðið til þess að endurlífga bros þitt. Tennur eru mikilvægur þáttur hvað varðar útlit og lífsstíl. Fallegt bros eykur almennan þokka og heilbrigðar tennur stuðla að auknum lífsgæðum, góðri sjálfsímynd og sjálfstrausti.
Heilbrigðar tennur ber ekki að taka sem sjálfsagðan hlut, að baki hverri tapaðri tönn er saga um slys, tannskemmdir, tannvegssjúkdóma og arfgenga tannvöntun. Það að missa eina eða fleiri tennur getur valdið því að hæfileikinn til að tyggja skerðist og þær tennur sem eftir eru lenda í aukinni hættu. Við tannmissirýrnar beinið sem umvafði tannrótina og getur það
haft áhrif á bit og útlit. Tannmissir hefur áhrif á tal.
Tannplantar:
– útlitsbætandi langtímalausn
Tannplantar veita stöðugan grunn fyrir tanngervi sem líta út og virka eins og náttúrulegar tennur. Þessi meðferðarmöguleiki styðst við fjölmargar rannsóknir undanfarinna áratuga og tannlæknar hafa notað tannplanta með mjög
góðum árangri í meira en 30 ár. Tannplantar geta hugsanlega verið lausnin á tannvöntun þinni.
Allt sem þú þarft að vita
Tannplanti er gervirót úr títaníum málmi, en sá málmur aðlagast líkamanum vel. Tannplantanum er komið fyrir í kjálkabeininu þar sem hann grær fastur og myndar gervirót fyrir nýja tönn. Við eðlilegar aðstæður tekur það tannplantann um 6 vikur að gróa þannig að hægt sé að festa krónu, brú eða heilgóm við hann.
Tannplanti – Meðferð í sérflokki
Einn aðalkostur tannplanta er að þeir veita styrkan grunn og festu fyrir nýjar tennur, auk þess sem þeir
vernda aðlægar tennur og viðhalda beini kjálkans.
Ísetning tannplanta
Aðgerðin er framkvæmd í staðdeyfingu og því ætti sjúklingurinn ekki að finna fyrir sársauka. Ef upp
koma einhver óþægindi mun tannlæknirinn finna lausn á því.
Fimm góðar ástæður fyrir að velja tannplanta
Nú á dögum geta tannlæknar notað tannplanta til að loka næstum því hvaða skarði sem er. Straumann
tannplantarnir eru kjörnir til að endurheimta tapaðar tennur.
Útlitsfegrandi lausn
Tannplantar voru þróaðir til að unnt væri að bjóða upp á varanlega lausn sem einnig hefði náttúrulegt útlit.
Tannvernd
Þegar tannplanti er notaður til að fylla í skarð eru nærliggjandi tennur látnar óáreittar og náttúrulegt yfirborð þeirra heldur sér óbreytt.
Beinvernd
Tannplantar flytja átakið, sem myndast við tyggingu í kjálkabeinið og hjálpar það til við að viðhalda beininu, sem annars myndi rýrna af notkunarleysi.
Aukin ánægja
Tannplantar veita heilgómum styrka festu með þar til gerðum smellum. Þannig verða lausir og illa passandi
gómar sem geta valdið sársauka ekki lengur vandamál og tannlím heyrir sögunni til. Þetta eykur ánægju og þægindi sjúklingsins þegar hann talar, borðar og brosir.
Staðfest gæði
Meira en fjórar milljónir Straumann tannplanta hafa verið seldar um heim allan. Straumann tannplantakerfið er meðal þeirra sem mest eru notuð á heimsvísu og af því hefur fengist vísindaleg reynsla í yfir 30 ár.