Krónur og skeljar

Stundum er nauðsynlegt að smíða krónur á tennur, krónur eru varanlegri lausn heldur en fyllingar. Þegar fylling er jafnvel orðinn stærri en það sem eftir er af tannkrónunni eru líkur á að tönnin brotni orðnar mun meiri, þar sem styrkur hennar er minni.

Einnig eru í dag til svokallaðar skeljar, þegar þær eru settar þarf lítið sem ekkert að snerta við tönninni sem skelin fer á, postulínið er mjög þunnt og því næst mjög raunverulegt útlit.