Gnístran tanna

Enginn veit í raun hvað veldur tanngnístri. Sumir telja að það sé vegna þess að tennur í efri og neðri góm passi ekki algerlega saman og þetta sé því nokkurskonar leið til að slípa þær saman. Sumir telja hins vegar að þetta sé vegna verkja í kjálkanum og það að bíta fast saman sé leið til að losa um verkina. Enn aðrir telja þetta tengt andlegri líðan barnanna, td þegar þau eru undir álagi eða fjölskylduaðstæður eru erfiðar. Ekkert af þessu hefur verið sannað vísindalega.

Rannsóknir sýna hins vegar að 1 af 6 börnum gnístir tönnum og þá lang flest á nóttunnni, algengast er þetta hjá börnum á aldrinum 5 – 6 ára en getur verið á hvaða aldri sem er.

Mjög litlar líkur eru á að gnístur sé að skemma tennurnar hjá börnum þó svo að öðru máli gegni hjá fullorðnum.

Ef þetta er vandamál hjá barninu og því líður illa í tönnunum þá verður þú að hafa samband við tannlækni og spyrja hann ráða. Stundum eru tennur slípaðar saman til að bitið sé hagstæðara eða sérstakar spelkur eru smíðaðar til að sofa með.

Kveðja, starfsfólk.