Ertu nokkuð hrædd/ur við tannlækninn?

Að vera hræddur hjá tannlækni er ekkert óeðlilegt eða óalgengt, en það er gott að vita að það er hægt að læknast af hræðslunni, best er að láta vita strax.

Ef þú lætur tannlækninn þinn ekki vita hvað þú hræðist, getur hann ekki hjálpað þér. Hann getur ekki lesið hugsanir. Það að þykjast vera hugrakkur hjálpar engum.

Hræðsla gagnvart tannlækninum sjálfum sem persónu er oftast af völdum slæmrar reynslu, getur verið að hafi verið skortur á samkennd eða viðmóti tannlæknis.

Það verður náttúrulega að koma fram við fólk sem manneskjur en ekki bara sem sett af tönnum.

Helstu orsakir hræðslu:

Ein helsta ástæða hræðslu/fælni er sú að fólk skammast sín fyrir tannheilsu sína, þar spilar hræðsla við neikvætt félagslegt mat stóran þátt. Því lendir fólk oft í vítahring og ástandið versnar ennþá meir.

  • Það getur hjálpað fólki að vita að tannlæknirinn og starfsfólk hans hafa annað sjónarhorn, það hefur sérhæft sig á þessu sviði og lítur á starf sitt sem umönnunarstarf. Það er þeim mikilvægt að geta hjálpað.

Margir óttast þá tilfinningu að missa stjórnina, getur verið afleiðing gamallar reynslu þar sem tannlæknir hélt áfram þrátt fyrir að sjúklingur væri í uppnámi osrfv.

Til þess að sporna við þessu er hægt að gera ýmislegt t.d. fara hægt í sakirnar og byggja upp traust, segja sjúklingnum jafn óðum hvað er verið að gera, koma upp ákveðnu stopp-merki og taka pásur ofl.

Hræðsla við nálina: Margir eru hræddir við stunguna en hún er í raun minnsta málið, við henni er hægt að setja staðbundið deyfigel en helstu óþægindin eru af völdum þrýstings við dælingu á deyfiefninu inn í vefinn. En með því að deyfa hægt og rólega er hægt að draga verulega úr þessum þrýsting og þannig eiga óþægindin að vera minniháttar. Einnig er til svonefndur deyfipenni sem er sérstakt tæki sem stjórnar sérstaklega þrýstingnum þegar lyfinu er dælt inn.

Mikilvægt er að reyna ekki að bæla óttann heldur tjá sig um hann. Það að reyna að berjast við kvíðann vill oft bara auka olíu á eldinn. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að ekki sé um líf og dauða að ræða þó að tilfinningin geti verið sú – raunin er sú að sjúklingurinn getur farið ef honum finnst aðstæðurnar óþægilegar.

Ekki halda að þú sért erfiðari en aðrir bara sökum þess að þú sért hræddur, tannlækni ber að sýna samkennd og að koma fram við sjúkling líkt og hann myndi vilja sjálfur vera meðhöndlaður.

Hvað er tannlæknafælni?

Fælni er venjulega skilgreind sem ” óskynsamlega mikil hræðsla sem leiðir til forðun á ákveðnum aðstæðum, hlut eða athöfn”. Að komast í nálægð við ákveðinn hræðsluþátt framkallar þá brátt kvíðaviðbragð, sem getur komið fram sem ofsahræðsla. Fælnin veldur miklu distress? Og hefur áhrif á aðra þætti í lífi einstaklings, ekki bara tannheilsu. Það hefur verið gerður greinarmunur milli tannlæknakvíða, -hræðslu og -fælni:

1) Tannlæknakvíði: Svörun við ÓÞEKKTRI hættu og sjúklingurinn býst við því versta, jafnvel við minniháttar aðgerðir. Kvíði er mjög algengur og finna flestir fyrir tannlæknakvíða að einhverju leyti, sérstaklega þegar á að gera eitthvað við fólk í fyrsta sinn. Er í raun hræðsla við hið óþekkta!

2) Tannlæknahræðsla: Er viðbragð við ÞEKKTRI hættu(“Ég veit hvað tannlæknirinn ætlar að gera, veit þetta allt – Er hrædd/ur!”), felur í sér ákveðið viðbragð sem nefnist berjast-eða-flýja viðbragð þegar viðkomandi kemst í nálægð við hættu.

3) Tannlæknafælni: Er í raun hið sama og hræðsla, en mun sterkari viðbrögð(“Ég veit hvað gerist ef ég fer til tannlæknis, ekki séns að ég fari til hans!”). Einstaklingur með tannlæknafælni forðast hið ýtrasta að fara ti tannlæknis þar til að líkamlegt vandamál eða sálfræðileg byrði fælninnar verður yfirþyrmandi.

Kveðja starfsfólk stofunnar